7. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:25
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerði 4. til 6. fundar voru samþykktar.

2) Staða geðheilbrigðismála Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna G. Þórisdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Kjartan J. Kjartansson, B. Marianna Bernharðsdóttir, Lára Björgvinsdóttir og Nanna Briem frá Landspítala. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mætti á fund nefndarinnar María Einisdóttir frá Landspítala. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Elsa B. Friðfinnsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Útboð sjúkraþjálfunar á höfuðborgarsvæðinu Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mættu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Elsa B. Friðfinnsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 37. mál - gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

5) 23. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensven verði framsögumaður málsins.

6) 135. mál - almannatryggingar Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 62. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

8) 123. mál - barnaverndarlög Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

9) 138. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

10) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10