23. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason véku af fundi kl. 09:35.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 22. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 37. mál - gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Erna Geirsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

09:20 Á fund nefndarinnar mættu Stefán Vilbergsson og Emil Thoroddsen frá Öryrkjabandalagi Íslands, Halla Þorvaldsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands og Hulda Hjálmarsdóttir frá Krafti - stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 62. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 10:05
Tillaga um að afgreiða málið til annarrar umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

4) 36. mál - fræðsla um vefjagigt og endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu Kl. 10:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir nefndarálit.

5) 22. mál - rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara Kl. 10:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir nefndarálit með breytingartillögu.

6) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55