13. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
fundargerð 9., 10., 11. og 12 fundar var samþykkt.

2) 159. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Sigurðsson frá JS lögmannsstofu, Geir Gestsson frá Lögmannafélagi Íslands og Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands.

3) 35. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands.

4) 40. mál - atvinnulýðræði Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands.

5) 35. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB.

6) 40. mál - atvinnulýðræði Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB.

7) 206. mál - skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit.

8) 46. mál - skattleysi launatekna undir 350.000 kr. og 350.000 kr. lágmark til framfærslu lífeyrisþega Kl. 10:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember og að Guðmundir Ingi Kristinsson yrði framsögumaður þess.

9) 83. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 10:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember og að Sara Elísa Þórðardóttir yrði framsögumaður þess.

10) 84. mál - almannatryggingar Kl. 10:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember og að Sara Elísa Þórðardóttir yrði framsögumaður þess.

11) 300. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 10:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 26. nóvember og að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður þess.

12) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda og óskaði eftir minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis.


Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00