61. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 27. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ásmundur Friðriksson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 731. mál - barnaverndarlög Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur og Önnu Tryggvadóttur frá félagsmálaráðuneyti.

3) 713. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maríu Sæmundsdóttur, Ásthildi Knútsdóttur og Sævar Bachmann Kjartansson frá heilbrigðisráðuneyti.

4) 452. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Önnu Kolbrúnar Árnadóttur skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögu.

5) 748. mál - fjöleignarhús Kl. 10:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 11. maí og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25