77. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 75. og 76. fundar voru samþykktar.

2) 714. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Gunnlaugsson, Birgi Örn Guðjónsson og frá Snarrótinni Lilju Sif Þorsteinsdóttur.

3) 748. mál - fjöleignarhús Kl. 10:03
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit með breytingartillögu rita Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason og með fyrirvara Helga Vala Helgadóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Halldóra Mogensen.

4) 762. mál - Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið.

5) 731. mál - barnaverndarlög Kl. 10:08
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit með breytingartillögu rita Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og með fyrirvara Vilhjálmur Árnason.

6) 645. mál - lýðheilsustefna Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

7) 424. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

8) Önnur mál Kl. 10:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:49