20. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 09:05


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:05
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:08
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Viktor Stefán Pálsson (VSP) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:05

Orri Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 10:15.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:38.
Ásmundur Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir viku af fundi kl. 11:32.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 19. fundar samþykkt.

2) Áhrif faraldurs kórónuveiru á Íslandi - Kynning stýrihóps sem vaktar óbein áhrif Covid-19 á geðheilsu. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Sveinsdóttir, Ásthildur Knútsdóttir, Engilbert Sigurðsson og Sigrún Daníelsdóttir fyrir hönd stýrihóps sem vaktar óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 24. mál - ávana-og fíkniefni Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni, Soffía Hjördís Ólafsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Kristín Davíðsdóttir frá Frú Ragnheiði, Svala Jóhannesdóttir og Kristján Hölluson.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 7. mál - skattleysi launatekna undir 350.000 kr Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Bergþór Heimir Þórðarson og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 414. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 11:55
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti var samþykkt. Þá var tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55