4. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. október 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir (JSIJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:12

Guðrún Hafsteinsdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 3. fundar samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá mennta- og barnamálaráðherra Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Anna Tryggvadóttir, Erna Kristín Blöndal, Silja Stefánsdóttir og Sóley Ragnarsdóttir frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Fóru þau yfir þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 211. mál - sjúklingatrygging Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Angela G. Eggertsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um hversu margar umsóknir Sjúkratryggingum Íslands hafi borist vegna aukaverkana í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19.

4) 214. mál - sveigjanleg tilhögun á fæðingar- og foreldraorlofi Kl. 10:40
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

5) Umsagnarbeiðnir Kl. 10:45
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda.

6) Önnur mál Kl. 10:46
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:55