23. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2022 kl. 10:15


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 10:15
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 10:15
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 10:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:15
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 10:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:15

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerð 22. fundar samþykkt.

2) 532. mál - þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Kl. 10:15
Nefndin ræddi málið.
Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Óli Björn Kárason samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Óli Björn Kárason.
Ásmundur Friðriksson ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

3) 272. mál - húsaleigulög Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mætti Lísa Margrét Sigurðardóttir frá innviðaráðuneytinu. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:50