30. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. janúar 2023 kl. 09:13


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:13
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:13
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:20
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:13
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:13
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:13
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:13

Guðmundur Ingi Kristinsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 09:48.

Nefndarritarar:
Brynjar Páll Jóhannesson
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerðir 28. og 29. fundar samþykktar.

2) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Röed frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 530. mál - tóbaksvarnir Kl. 10:15
Nefndin ræddi í gegnum fjarfundabúnað við Maríu Sæm Bjarkardóttur og Kristínu Ninju Guðmundsdóttur frá heilbrigðisráðuneyti. Þær fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti tillögu um að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi starfið fram undan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00