32. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 09:32


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:32
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:32
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:32
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:32
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:32
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:32
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:32

Oddný Harðardóttir stýrði fundi.
Jódís Skúladóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir tóku þátt í fundinum
í gegnum fjarfundabúnað.
Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Lenya Rún Taha Karim var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 09:40.

Nefndarritarar:
Brynjar Páll Jóhannesson
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 31. fundar samþykkt.

2) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 09:32
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt Líneik Önnu Sævarsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur og Óla Birni Kárasyni.
Oddný Harðardóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Óli Björn Kárason.

Guðmundur Ingi Kristinsson og Oddný Harðardóttir boðuðu sérálit.

3) Staðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri Kl. 09:42
Nefndin ræddi í gegnum fjarfundabúnað við Hildigunni Svavarsdóttur, Huldu Ringsted, Erlu Björnsdóttur, Ragnheiði Halldórsdóttur, Guðmund Magnússon, Alice H. Björgvinsdóttur og Sigurð Einar Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:35
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:37