41. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. mars 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Ásmundur Friðriksson og Guðrún Hafsteinsdóttir véku af fundi kl. 09:50.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Kristín Lára Helgadóttir frá Vistor. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 208. mál - greining á samkenndarþreytu og tillögur að úrræðum Kl. 10:23
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) 217. mál - almannatryggingar Kl. 10:24
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti. Nefndin samþykkti að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

5) 276. mál - velsældarvísar fyrir heilbrigðan húsnæðismarkað Kl. 10:25
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

6) 344. mál - ókeypis fræðsla og þjálfun foreldra barna með ADHD Kl. 10:25
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

7) 356. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa Kl. 10:26
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 10:27
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27