48. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:33
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:35
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 09:45 vegna annarra þingstarfa.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:34.
Halldóra Mogensen boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 40., 41., og 42. fundar samþykktar.

2) Undirbúningur rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fólks með þroskahömlun og fólks með geðrænan vanda. Skýrsla starfshóps. Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Grímur Atlason og Sigríður Gísladóttir frá Geðhjálp og Árni Múli Jónasson og Unnur Helga Óttarsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 102. mál - félagsleg aðstoð Kl. 10:50
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:51
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55