50. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir (JSkúl), kl. 10:40
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Trausti Fannar Valsson sem fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 860. mál - aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027 Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Þórhildur Guðrún Egilsdóttir og Anna Sigrún Baldursdóttir frá Reykjavíkurborg, Vilborg Gunnarsdóttir og Guðlaugur Eyjólfsson frá Alzheimersamtökunum á Íslandi, Hrafnhildur Eymundsdóttir og Kristín Björnsdóttir frá Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og Pálmi V. Jónsson.

Þá ræddi nefndin við Hönnu Sigríði Ásgeirsdóttur, Hjört Hjartarson og Helgu Helgadóttur frá Fjallabyggð og Flosa Hrafn Sigurðsson og Maríu Kristjánsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum fjarfundabúnað. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37