60. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. maí 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 940. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Björk Gísladóttur og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Hönnu Gunnsteinsdóttur frá Vinnueftirliti ríkisins. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

3) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Dögg Pálsdóttur, Theódór Sigurðsson og Steinunni Þórðardóttur frá Læknafélagi Íslands.
Þá ræddi nefndin við Auðbjörgu Reynisdóttur. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

4) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20