41. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 4. mars 2024 kl. 09:30


Mætt:

Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari:
Jóhann Páll Jóhannsson stýrði fundinum í fjarveru Bjarkeyjar Olsen Gunnarsd.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir nr. 33, 36, 37, 38, 39 og 40 samþykktar.

2) 718. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið. Á fundinn mættu Björg Þorsteinsdóttir og Angela Eggertsdóttir og kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 584. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðu B Hilmisdóttur, Maríu I. Kristjánsdóttur og Arnar Þ. Sævarsson frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

4) 629. mál - barnaverndarlög Kl. 09:50
Tillaga 1. varaformanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt einróma.
Undir nefdarálit nefndarinnar rita Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, framsögumaður málsins, Jóhann Páll Jóhannsson, Ásmundur Friðriksson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason og Guðmundur Ingi Kristinsson. Bjarkey Olsen Gunnarasdóttir ritar undir með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Guðbrandur Einarsson, áheyrnafulltrúi, er samþykkur álitinu.

5) 130. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa Kl. 09:47
Fram kom að málið hafi verið sent til umsagnar. Nefndarmenn samþykktu að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 718. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:45
Fram kom að málið hafi verið sent til umsagnar. Nefndarmenn samþykktu að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Fundi slitið kl. 11:00