20. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:03
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:12
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:03
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:03
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:14
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:09
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:03
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:03

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:03
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

2) 360. mál - umboðsmaður skuldara Kl. 09:03
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 360. mál. Framsögumaður (LGeir) dreifði drögum að nefndaráliti með breytingartillögu og lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Nefndin ræddi málið og samþykkti afgreiðslu þess. Að áliti meiri hluta standa ÁI, JRG, LGeir frsm, KLM, VBj, GStein.

3) 380. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 380. mál og fékk á sinn fund Lilju Þorgeirsdóttur og Sigríði H. Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands, Gylfa Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur og Unnar Stefánsson frá Landssambandi eldri borgara. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum og athugasemdum við frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá fékk nefndin á sinn fund Ernu Guðmundsdóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur frá Bandalagi háskólamanna, Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Hilmar Ögmundsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Björg Bjarnadóttur frá Kennarasambandi Íslands og Guðjón Axel Guðjónsson og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og athugasemdum auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 09:36
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 256. mál. Formaður dreifði drögum að breytingartillögum sem nefndin ræddi.

5) 355. mál - aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 355. mál. Framsögumaður (JRG) gerði grein fyrir þeirri vinnu sem væri í gangi við að koma á viðbótarsamkomulagi sem væri efnislega sambærilegt ákvæði 1. gr. frumvarpsins. Þá dreifði hún drögum að nefndaráliti til umfjöllunar og lagði til að stefnt yrði að afgreiðslu málsins á næsta fundi.

6) 4. mál - staðgöngumæðrun Kl. 12:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 4. mál og fékk á sinn fund Ástríði Stefánsdóttur frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Svaraði hún spurningum nefndarmanna um málið.

7) 359. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:20
359. mál var afgreitt úr nefndinni föstudaginn 9. desember. Í ljósi þess að umsögn barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málið eftir afgreiðslu þess tók formaður málið aftur til umfjöllunar í nefndinni. Málið var rætt og formaður kynnti tölvubréf frá lögfræðingi Sambandsins og lagði til að það málið yrði afgreitt að nýju með breytingum á nefndaráliti. Var það samþykkt af meiri hluta nefndarinnar en PHB og UBK voru andvíg afgreiðslu þess. Að áliti meiri hlutans standa ÁI, JRG, LGeir, KLM, VBj, GStein.

8) Önnur mál. Kl. 12:51
Fleira var ekki rætt.
EyH vék af fundi kl. 12:10 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:52