56. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. maí 2012 kl. 09:07


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:21
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:07
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:18
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:07
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:07
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:07
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:45

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:07
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem voru samþykkt.

2) 692. mál - réttindagæsla fyrir fatlað fólk Kl. 14:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Gísla Björnsson, varaformann stjórnar NPA-miðstöðvarinnar og Auði Finnbogadóttur aðstoðarmann hans og Gerði A. Árnadóttur og Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 735. mál - atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Kl. 10:21
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Ásu Dóru Konráðsdóttur og Vigdísi Jónsdóttur frá Virk starfsendurhæfingu, Magnús Ólason frá Reykjalundi og Gunnar Guðmundsson frá Félagi íslenskra endurhæfingarlækna. Gerðu þau grein fyrir sínum athugasemdum og sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar þau yfirgáfu fundinn kl. 11:21 kom á fundinn Lilja Sturludóttir frá fjármálaráðuneytinu og svaraði hún spurningum fundarmanna um málið.

4) 290. mál - barnalög Kl. 09:56
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) Önnur mál. Kl. 11:50
Nefndin fjallaði lítillega um 734. mál.
Fleira var ekki rætt.

KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
LGeir vék af fundi kl. 9:44 og kom aftur kl. 11:03.
BirgJ áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 11:25.

Fundi slitið kl. 11:54