57. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 09:06


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:23
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:06
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:06
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:20

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt í lok fundar.

2) 290. mál - barnalög Kl. 09:07
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og framsögumaður reifaði drög að nefndaráliti.

3) 735. mál - atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Kl. 09:58
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, Sigrúnu Jönu Finnbogadóttur og Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá velferðarráðuneytinu sem svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

4) 692. mál - réttindagæsla fyrir fatlað fólk Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Guðmund Magnússon frá Öryrkjabandalagi Íslands, Laufeyju Gissurardóttur, Önnu Lilju Magnúsdóttur og Salóme Þórisdóttur frá Þroskaþjálfafélagi Íslands og Þóru Þórarinsdóttur frá Ás styrktarfélagi. Gerðu gestirnir grein fyrir sínum sjónarmiðum varðandi málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 736. mál - réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda Kl. 11:41
Nefndin tók til umfjöllunar 736. mál um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda. Nefndin fékk á fund sinn þau Guðríði Þorsteinsdóttur og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá velferðarráðuneytinu sem kynntu efni frumvarpsins. Einnig komu á fundinn Skúli Guðmundsson frá innanríkisráðuneytinu, Óttar Guðmundsson frá Landspítala, Anna K. Kristjánsdóttur frá Trans-Ísland, Guðmundur Helgason frá Samtökunum 78 og Margrét Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gerðu gestirnir grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 12:28
Fleira var ekki rætt.

KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
VBj vék af fundi kl 11:22.
JRG vék af fundi kl. 12:00.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, vék af fundi kl. 10:00 og kom aftur kl. 11:30 og vék af fundi kl. 12:03.

Fundi slitið kl. 12:28