34. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. febrúar 2013 kl. 09:33


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:33
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:33
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:33
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:46
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:44
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:33
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 09:33
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:33

ÞrB og UBK voru fjarverandi.
BirgJ vék af fundi kl. 10:40.
JRG vék af fundi kl. 10:50.
BJJ vék af fundi kl. 11:38.
EKG vék af fundi kl. 11:45.


Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:33
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem samþykkt var i lok fundar.

2) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 09:34
Nefndin tók til umfjöllunar 458. mál og fékk á sinn fund Þorgerði Benediktsdóttur og Guðríði Bolladóttur frá velferðarráðuneyti og Halldór Hauksson og Pál Ólafsson frá Barnaverndarstofu sem kynntu efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:29
Nefndin tók til umfjöllunar 470. mál og fékk á sinn fund Guðrúnu Sigurjónsdóttur, Fjólu Maríu Haraldsdóttur og Margréti Björk Svavarsdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 497. mál - sjúkraskrár Kl. 11:36
Nefndin tók til umfjöllunar 497. mál og fékk á sinn Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 460. mál - lyfjalög Kl. 11:15
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti í 460. máli og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem enginn viðstaddur var mótfallinn.
Að nefndaráliti meiri hluta standa: SII, ÞBack, LME, LMR og SkH.

6) Önnur mál. Kl. 11:18
Nefndin fjallaði um vinnu nefndarinnar á komandi vikum.

Fundi slitið kl. 11:58