7. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 11:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Freyja Haraldsdóttir (FrH) fyrir BjÓ, kl. 10:08
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir UBK, kl. 10:00

KaJúl og SSv véku af fundi kl. 10:57 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:00
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um afmarkaða hluta frumvarps til fjárlaga 2014 sem eru á málefnasviði nefndarinnar. Á fundinn komu Anna Lilja Gunnarsdóttir, Hrönn Ottósdóttir, Sturlaugur Tómasson, Sveinn Magnússon, Dagný Brynjólfsdóttir og Einar Njálsson frá velferðarráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 23. mál - geislavarnir Kl. 10:02
Formaður lagði fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt sem allir viðstaddir voru sammála.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, FrH, ÁsF, ElH, KaJúl, SSv, PJP og VilÁ.

4) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05