43. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. apríl 2014 kl. 10:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:05

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:10.
Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 11:50.

Elín Hirst og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) Opinberar heilbrigðistryggingar Kl. 10:05
Ragnar Árnason kom á fund nefndarinnar og ræddi um opinberar heilbrigðistryggingar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 71. mál - skráning upplýsinga um umgengnisforeldra Kl. 11:10
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.

Að nefndaráliti standa: SII, BjÓ, ÞórE, ÁsF, GuðbH, LRM og UBK.

4) 34. mál - brottnám líffæra Kl. 11:18
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, BjÓ, ÁsF, GuðbH, LRM og UBK.

5) 378. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:28
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 16. apríl.

6) 335. mál - mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu Kl. 11:41
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 24. apríl.

7) 294. mál - aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða Kl. 11:50
Nefndin fjallaði um málið.

8) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00