52. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 08:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 08:55
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:42
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:45
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 08:30

Valgerður Bjarnadóttir vék af fundi kl. 10. Brynjar Níelsson, sem hafði boðað forföll vegna annarra þingstarfa, vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) Skil sérgreinalækna á upplýsingum til embættis landlæknis. Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Einarsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti.

3) 52. mál - aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björg Pálmadóttir og Halldór Hauksson frá Barnaverndarstofu, Ólafur Guðmundsson frá Félagi barna- og unglingageðlækna, Henný Hraunfjörð frá Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð, Katrín Davíðsdóttir frá Félagi íslenskra barnalækna, Arna Sif Jónsdóttir og Íris Stefánsdóttir frá Félaginu olnbogabörnin, Anna G. Ólafsdóttir og Hrannar Jónsson frá Geðhjálp, Ósk Sigurðardóttir frá Iðjuþjálfafélagi Íslands, Þórður Sveinsson frá Persónuvernd, Elísabet Gísladóttir frá umboðsmanni barna og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

4) 322. mál - almannatryggingar Kl. 10:38
Nefndin ræddi málið.

5) 402. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 10:38
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Fundi slitið kl. 11:14