30. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 08:37


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:37
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 08:56
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 08:37
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:37
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 08:58
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:41
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:37
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:37

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:37
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 08:37
Nefndin fékk á sinn fund Yngva Harðarson og Vigni Jónsson frá Analytica ehf.

3) 407. mál - húsnæðisbætur Kl. 10:05
Nefndin fékk á sinn fund fyrst Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Önnu Rós Sigmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og næst Tinnu Dögg Guðlaugsdóttir frá Landssamtökum íslenskra stúdenta, Hrannar Má Guðmundsson frá Neytendasamtökunum og Elísabetu Erlendsdóttur frá Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík.

4) Önnur mál Kl. 11:21
Ákveðið var að senda 397. mál (landlæknir og lýðheilsa (lýðheilssjóður)) til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákveðið var að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 11:24