41. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:15
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðaði forföll. Elsa Lára Arnardóttir var erlendis á vegum þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:10 og Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) 338. mál - stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára Kl. 09:00
Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna og Hulda Magnúsdóttir frá embætti umboðsmanns barna, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheill, Sigríður Víðis Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir frá Unicef, Hafdís Dögg Guðmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands mættu á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Kristjana Gunnarsdóttir og Berglind Magnúsdóttir frá Reykjavíkurborg, Þorsteinn Hjartarson, Guðlaug J. Hilmarsdóttir og Edda Sigurjónsdóttir frá sveitarfélaginu Árborg og Gyða Hjartardóttir og Vigdís Häsler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands og Elfa Ýr Gylfadóttir og Hulda Árnadóttir frá Fjölmiðlanefnd kynntu umsagnir sínar fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Að lokum mættu Páll Winkel, Sólveig Fríða Kærnested og Anna Kristín Newton frá Fangelsismálastofnun á fund nefndarinnar, kynntu umsögn stofnunarinnar fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:45