81. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. júní 2016 kl. 13:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:02
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:08
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:06
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:49
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:08
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:23
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:02
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:02

Elsa Lára Arnardóttir boðaði seinkun. Páll Valur Björnsson boðaði forföll. Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 14:04 og kom aftur kl. 14:58. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 15:39 og kom aftur kl. 16:46. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 16:26. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 17.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 14. mál - embætti umboðsmanns aldraðra Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar komu fyrst Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Berglind Bára Sigurjónsdóttir frá umboðsmanni Alþingis og næst Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ástbjörn Egilsson og Elísabet Valgeirsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Guðmundur Löve frá Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og Ellen Calmon frá Öryrkjabandalagi Íslands.

2) Fundargerð Kl. 13:31
Fundargerðir 79. og 80. fundar voru samþykktar.

3) 197. mál - almannatryggingar Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar komu Anna Sigríður Þráinsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir frá Ljónshjarta, Agla K. Smith frá Tryggingastofnun ríkisins, Elísabet Gísladóttir frá umboðsmanni barna og Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður.

4) 352. mál - málefni aldraðra Kl. 15:02
Á fund nefndarinnar komu Ástbjörn Egilsson og Elísabet Valgeirsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Unnur V. Ingólfsdóttir frá Mosfellsbæ og Ólafur Þór Gunnarsson lyf- og öldrunarlæknir.

5) 354. mál - skilyrðislaus grunnframfærsla Kl. 16:02
Á fund nefndarinnar komu Albert S. Sigurðsson landfræðingur, Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum og Sigríður Ingólfsdóttir og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalag Íslands.

6) Önnur mál Kl. 16:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:08