83. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. ágúst 2016 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:14
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:08
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:40

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðuðu forföll.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 13:59. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 14:30 og kom aftur kl. 15:14. Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl. 16:11.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 82. fundar samþykkt.

2) 180. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 13:05
Á fundinn mættu Hermann Sæmundsson og Þorsteinn Gunnarsson frá innanríkisráðuneytinu. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum varðandi málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
Hrannar Jónsson og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir frá Geðhjálp, Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum og Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp mættu á fundinn, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og kynntu umsagnir sínar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
Að lokum mættu Freyja Haraldsdóttir, Embla Guðrún Ágústsdóttir, Salome Mist Kristjánsdóttir, Ágústa Eir Guðnýjardóttir og Sigríður Jónsdóttir. Kynntu þær umsögn sína um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Áform fjárfesta um uppbyggingu einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ Kl. 15:30
Á fundinn mættu Ása Þórhildur Þórðardóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Ragnhildur Sif Hafstein frá velferðarráðuneytinu, Birgir Jakobsson landlæknir og Anna Björg Aradóttir, Jórlaug Heimisdóttir og Laura Scheving Þorsteinsdóttir. Kynntu þau sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ákvað að senda velferðarráðuneytinu og Embætti landlæknis bréf þar sem óskað verður eftir að nefndinni verði haldið upplýstri um framgang málsins.

4) Önnur mál Kl. 16:35
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 16:35