27. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 10:28


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 10:28
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 10:28
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:28
Bjarni Halldór Janusson (BHJ) fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur (JSE), kl. 10:28
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:28
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 10:28
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 10:28
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 10:28
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:28

Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 11:35. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 12:11.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:28
Frestað til næsta fundar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 10:28
Á símafundi með nefndinni voru Bjarni Smári Jónasson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Sólveig Tryggvadóttir og Sigurður Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fóru þau yfir sjónarmið sjúkrahússins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Elsa B. Friðfinnsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Hlynur Hreinsson og Ólafur Darri Andrason frá velferðarráðuneytinu og Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:30