33. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 09:05


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ), kl. 09:05
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:05

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll vegna veikinda. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.
Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:30 og kom aftur kl. 11:22.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað til næsta fundar.

2) 378. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Bragi Guðbrandsson og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu. Fóru þau yfir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Ellý Þorsteinsdóttir, Guðríður Bolladóttir og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 372. mál - lyfjastefna til ársins 2022 Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Einar Magnússon, Kristín Lára Helgadóttir og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 432. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Einar Magnússon, Kristín Lára Helgadóttir og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00