36. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. maí 2017 kl. 08:37


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 08:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 08:37
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 08:46
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:37
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:37
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 08:37
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:37

Birgir Ármannsson var fjarverandi sökum annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:37
Frestað til næsta fundar.

2) 432. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 08:37
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að greiða málið út úr nefndinni. Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn nema Halldóra Mogensen sem hyggst skila séráliti. Steingrímur J. Sigfússon ritar undir nefndarálitið með fyrirvara. Birgir Ármannsson ritar undir nefndarálitið með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 372. mál - lyfjastefna til ársins 2022 Kl. 08:50
Nefndin ræddi málið.

4) Reglugerð (ESB) nr. 699/2014 um hönnun á sameiginlega kennimerkinu til að sanngreina aðila sem bjóða almenningi lyf í fjarsölu o.fl. Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

5) 457. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl. Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

6) 433. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:15