45. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. júní 2017 kl. 09:04


Mættir:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:04
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 10:18
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:45
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:09
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:04
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:04

Nichole Leigh Mosty boðaði forföll. Jóna Sólveig Elínardóttir sat fundinn í gegnum síma. Ari Trausti Guðmundsson kom á fundinn kl. 13 í stað Steinunnar Þóru Árnadóttur. Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 44. fundar samþykkt.

2) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 09:04
Á fundinn mættu Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir, Karl Björnsson og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsögn sambandsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Halldór Grönvold og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Alþýðusambandi Íslands. Fóru þau yfir umsögn sambandsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:04
Á fundinn mættu Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir, Karl Björnsson og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsögn sambandsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Halldór Grönvold og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Alþýðusambandi Íslands. Fóru þau yfir umsögn sambandsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Skýrsla landlæknisembættisins um úttekt á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Laura Sch. Thorsteinsson og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 13:42
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 13:42