21. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
María Hjálmarsdóttir (MH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Una Hildardóttir (UnaH) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:13

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 15:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 20. fundar samþykkt.

2) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Hilmar Þór Björnsson, Gestur Ólafsson, Guðjón Sigurbjartsson, Ása Atladóttir og Kristín Gunnarsdóttir frá Betri spítala á betri stað, Gunnar Svavarsson frá Byggingarnefnd NLSH og Sigríður Gunnarsdóttir og Ingólfur Þórisson frá Landspítala. Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Einarsdóttir, Iðunn Garðarsdóttir, María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 293. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Einarsdóttir, Iðunn Garðarsdóttir, María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 24. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 15:00
Dagskrárlið frestað.

6) 51. mál - almannatryggingar Kl. 15:00
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 15:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:35