Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012

(1310165)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.12.2013 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012.
Nefndin fór yfir uppfærð drög að áliti um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012. Formaður lagði til að álitið yrði afgreitt og var það samþykkt. Að álitinu standa: ÖJ, BirgJ, HHj, HE, PHB, SPJ, VBj, WÞÞ.
10.12.2013 23. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012
Frestað.
09.12.2013 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012.
Formaður kynnti drög að áliti vegna skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 og nefndin fjallaði um málið.
06.12.2013 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012
Formaður kynnti drög að áliti um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 sem hafði verið sent á nefndina.

Fyrirhugað er að afgreiða álitið á næsta fundi.
15.11.2013 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012
Á fund nefndarinnar komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Berglind Bára Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður kynnti ársskýrslu embættisins fyrir árið 2012, fór yfir stöðu mála og verkefna hjá embættinu og þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis auk þess sem upptaka af fundinum verður aðgengileg á vef nefndarinnar á Alþingisvefnum.