Bankaskattur, frískuldamark.

(1401044)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.01.2014 44. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Bankaskattur, frískuldamark.
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi fundarefnið.
Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Jón Þór Ólafsson telur að fjármála- og efnahagsráðuneytið eigi að leggja fram öll gögn, s.s. tölvupósta, minnisblöð o.fl., sem sýni hvers efnahags- og viðskiptanefnd, eða meiri hluti hennar, óskaði af ráðuneytinu í tengslum við undirbúning tillögu um upphæð frískuldamarks sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og hver viðbrögð ráðuneytisins voru við þeirri ósk.