Eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrsla

(1701015)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.01.2017 16. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrsla
Á fund nefndarinnar kom Sigurður Ingólfsson, formaður starfshóps sem samdi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Smári McCarthy lagði fram eftirfarandi bókun, sem Elsa Lára Arnardóttir, Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson studdu: Það er óásættanlegt að forsætisráðherra vilji ekki gera nefndinni grein fyrir því hvers vegna hann sem þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra beið með að birta skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. Það er okkar afstaða að þar með sé vegið að getu Alþingis til að sinna eftirlitsskyldu sinni.