Breytingar á vegalögum

Frumkvæðismál (2012049)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.12.2020 23. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Breytingar á vegalögum
Nefndin ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007.
10.12.2020 22. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Breytingar á vegalögum
Kl. 08:49 - Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir, Stefán Erlendsson og Magnús V. Jóhannsson frá Vegagerðinni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:05 - Á fund nefndarinnar mættu Páll Björgvin Guðmundsson, Birgir B. Sigurjónsson og Haraldur Sverrisson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Guðjón Bragason frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:21 - Nefndin fjallaði um málið.
08.12.2020 20. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Breytingar á vegalögum
Nefndin fjallaði um málið.