Frumvarp um gagnageymd.

(1404070)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.03.2015 43. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Nefndin fjallaði um málið.
11.03.2015 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Nefndin fjallaði um málið.
26.02.2015 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Á fundinn komu Sigurbergur Björnsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gestir gerðu grein fyrir stöðu mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.
07.10.2014 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Á fundinn komu Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI - alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, Rannveig Þórisdóttir, Theódór Kristjánsson, Friðrik Smári Björgvinsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Hrafnkell V. Gíslason og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir frá Póst- og fjarskiptastofnun, Þórður Sveinsson frá Persónuvernd, Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneyti, Jóakim Reynisson og Heimir Örn Herbertsson frá Nova og Páll Ásgrímsson frá Vodafone. Gestir fóru yfir málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
23.09.2014 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Nefndin ræddi drög að frumvarpi um gagnageymd og minnisblað um málið. Samþykkt var að stefna að fundi með gestum um málið í október.
18.09.2014 2. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Farið var yfir uppfærð drög Birgittu Jónsdóttur að frumvarpi um gagnageymd og þau rædd. Samþykkt var að fela nefndarritara að gera minnisblað um málið og halda áfram umræðu um það á næsta fundi nefndarinnar.
06.05.2014 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Á fund nefndarinnar komu Björn Geirsson og Hrafnkell V. Gíslason frá Póst- og fjarskiptastofnun og ræddu við nefndina um gagnageymd, 42. gr. fjarskiptalaga og dóm Evrópudómstólsins frá 8. apríl sl. í málum C-293/12 og C-594/12. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um efnið.
02.05.2014 47. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Á fundinn komu Eric Figueras, Guðbjörn Sverrir Hreinsson og Hallmundur Albertsson frá Símanum, Jóakim Reynisson frá Nova og Kjartan Reynisson frá Vodafone og gerðu grein fyrir afstöðu fyrirtækjanna til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Þórunn J. Hafstein, Sigurbergur Björnsson, Páll H. Halldorsson og María Rún Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneyti, Þórður Sveinsson frá Persónuvernd, Hrafnkell V. Gíslason og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun og Árni E. Albertsson og Jón H.B. Snorrason frá ríkislögreglustjóra og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Nefndin hyggst fjalla um málið á fundi næsta þriðjudag 6. maí.
29.04.2014 46. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Birgitta Jónsdóttir framsögumaður málsins kynnti nefndinni að nýju drög að frumvarpi um gagnageymd og lagði til að gestir yrðu boðaðir á næsta fund nefndarinnar. Var það samþykkt og að stefnt yrði að aukafundi föstudaginn 2. maí vegna málsins.
10.04.2014 43. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumvarp um gagnageymd.
Birgitta Jónsdóttir, 2. varaformaður, stýrði fundi og dreifði drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 8/2013, þar sem lagt yrði til að ákvæði laganna um gagnageymd yrði fellt brott í ljósi nýlegs dóms Evrópudómstólsins í málum C-293/12 and C-594/12 sem féll 8. apríl sl. Samþykkt var að vinna með drögin áfram og taka þau fyrir síðar.