Túlkaþjónusta

(önnur mál nefnda)

 • 15. fundur alls­herjar- og mennta­mála­nefndar á 144. þingi, þann 11.11.2014
  Túlkaþjónusta:
  Bókun - Túlkaþjónusta í daglegu lífi.
  Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Páll Valur Björnsson og Bjarkey Gunnarsdóttir leggja fram bókun þess efnis að í byrjun október s.l. lá ljóst fyrir að fjármagn í svokölluðum félagslega sjóði var uppurið fyrir árið 2014. Félagslega sjóðnum eða Þorgerðarsjóði er ætlað að greiða fyrir túlkaþjónustu í daglegu lífi þeirra einstaklinga sem á þurfa að halda og rétt eiga á.
  Allsherjar- og menntamálanefnd boðaði á sinn fund formann félags Heyrnarlausra og starfsmann Fjólu félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu þann 6. nóvember sl. til að fara yfir stöðuna og afleiðingar þess að ekkert fjármagn væri til ráðstöfunar til félagslegrar túlkunar.
  Ljóst er að skerðing á túlkun skerðir jafnframt sjálfstæði og frelsi einstaklinga, sem þurfa á túlkaþjónustu að halda og hefur veruleg áhrif á þeirra daglega líf. Mikilvægt er að tryggja að þessi þjónusta haldi áfram, hver sem ástæðan er fyrir því að sjóðurinn hefur tæmst. Réttindi einstaklinganna skiptir þar mestu máli.
  Á fundinum kom fram að þessi þjónusta er hér í lágmarki m.v. Norðurlöndin og brýnt að gera betur.
  Allsherjar- og menntamálanefnd beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra og til fjárlaganefndar að gefa strax fyrirheit um fjárveitingu til loka ársins og heitir stuðningi við að bæta við fjárveitingar í fjáraukalögum 2014 til að hægt verði að tryggja þessa þjónustu áfram.
  Hér er um að ræða mannréttindi viðkomandi einstaklinga. Upphæðin sem vantar er ekki há en m.v. kostnað fyrri hluta ársins þá vantar 3,5 - 4 mkr. til að tryggja þessa þjónustu út árið.

 • 14. fundur alls­herjar- og mennta­mála­nefndar á 144. þingi, þann 06.11.2014
  Túlkaþjónusta:
  Á fund nefndarinnar komu Heiðdís Dögg Eiríksdóttir frá félagi heyrnarlausra og Guðný Katrín Ágústsdóttir frá Fjólu, félagi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Fóru þær yfir stöðu túlkaþjónustu í landinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.