Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits

(1510028)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.03.2019 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits
Á fundinn kom Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og svaraði spurningum nefndarmanna.

Næst komu á fundinn Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Rannveig Júníusdóttir. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
14.03.2019 Fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits
06.03.2019 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Maren Albertsdóttir, aðstoðarmaður umboðsmanns, og Þorvaldur Hauksson lögfræðingur.

Tryggvi kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt sínum starfsmönnum.

Fleira var ekki gert.
11.05.2017 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og fór yfir forsögu málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
27.04.2017 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.
Formaður gerði grein fyrir málinu og forsögu þess. Tillaga um að Hildur Sverrisdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir greindi frá því við upphaf umfjöllunar að hún teldi sig ekki hæfa til að fjalla um málið vegna fyrri starfa fyrir Seðlabanka Íslands og vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
17.11.2015 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag
Á fundinn komu Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Sigríður Logadóttir, Ingibjörg Guðbjartsdóttir og Rannveig Júníusdóttir frá Seðlabanka Íslands og Lilja Sturludóttir og Leifur A. Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og gerðu grein fyrir viðbrögðum við ábendingum í bréfi umboðsmanns ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
03.11.2015 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag
Nefndin fjallaði um stöðu málsins og samþykkti tillögu Birgis Ármannssonar, framsögumanns málsins og 1. varaformanns um að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Seðlabanka Íslands á fund til að upplýsa nefndina um fyrstu viðbrögð við bréfi umboðsmanns.
20.10.2015 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag
Birgir Ármannsson 1. varaformaður lagði til að nefndin fengi á sinn fund fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Seðlabankastjóra á fund nefndarinnar til að fá upplýsingar um viðbrögð þeirra við bréfi umboðsmanns sem var samþykkt.
15.10.2015 9. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Tryggvi gerði grein fyrir efni bréfsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
13.10.2015 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag
Birgir Ármannsson, 1. varaformaður, gerði grein fyrir málinu og tillögum að meðferð málsins í nefndinni sem nefndin ræddi. Samþykkt að óska eftir að umboðsmaður Alþingis kæmi á fund vegna málsins.
08.10.2015 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag
Formaður lagði til að Birgir Ármannsson 1. varaformaður færi yfir málið á næsta fundi og nefndin ræddi síðan meðferð málsins. Samþykkt.