Ferð um sunnanverða Vestfirði

(1809007)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.09.2018 44. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Ferð um sunnanverða Vestfirði
Nefndin kynnti sér laxeldi á svæðinu og fékk fræðslu um gerð Dýrafjarðarganga og vegagerð um Gufudalssveit, þ. á m. veglínu um Teígsskóg.

Fimmtudagur 6. september.
Nefndin heimsótti og kynnti sér starfsemi Arnarlax hf. og tóku þeir Víkingur Gunnarsson og Þorsteinn Másson á móti nefndinni.
Þá heimsótti nefndin og kynnti sér starfsemi Íslenska Kalkþörungafélagsins og tóku þeir Halldór Halldórsson og Einar Sveinn Ólafsson á móti nefndinni.

Þá kynnti nefndin sér málefni Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Tóku eftirtaldir fulltrúar sveitarstjórnar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á móti nefndinni:
Gerður Björk Sveinsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir, Þórkatla Ólafsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Jón Árnason, Friðbjörg Matthíasdóttir og Ásgeir Sveinsson frá Vesturbyggð og Bjarnveig Guðbrandsdóttir og Berglind Eir Egilsdóttir frá Tálknafjarðarhreppi.

Föstudagur, 7. september.
Nefndin átti fund með eftirtöldum fulltrúum fiskeldisfyrirtækisins Háafell sem kynntu nefndinni starfsemi þess:
Einar Valur Kristjánsson og Kristján G. Jóakimsson.

Þá hitti nefndin Gísla Eiríksson, Pálma Þór Sævarsson og Óskar Örn Jónsson frá Vegagerðinni við Dýrafjarðargöng þar sem nefndin fékk kynningu á verkinu auk þess að skoða göngin. Því næst hitti nefndin Magnús Val Jóhannsson, Pálma Þór Sævarsson, Sæmund Kristjánsson og G. Pétur Matthíasson frá Vegagerðinni í Gufudalssveit þar sem nefndarmenn fengu fræðslu um leiðarval veglínu Vestfjarðavegar úm svæðið.

Að lokum kynnti nefndin sér málefni Reykhólasveitar. Ingimar Ingimarsson og Embla Dögg B. Jóhannsdóttir sveitarstjórnarfulltrúar tóku á móti nefndinni. Fundinn sátu einnig Finnur Árnason frá Þörungaverksmiðjunni og Magnús Valur Jóhannsson, Pálmi Þór Sævarsson og G. Pétur Matthíasson frá Vegagerðinni.