Önnur mál

Frumkvæðismál (2109056)
Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.12.2021 1. fundur Íslandsdeildar Evrópu­ráðs­þings­ins Önnur mál
Íslandsdeild ákvað að óska eftir fundi með utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í janúar til að ræða komandi formennsku Íslands í ráðherranefnd Evrópuráðsins.

Einnig var ákveðið að óska eftir því við forseta Alþingis að varamönnum Íslandsdeildar yrði heimilað að taka þátt í þingfundum Evrópuráðsþingsins frá og með janúarfundi þingsins 2022 og þar til formennsku Íslands í Evrópuráðinu lýkur í maí 2023.

Þá var ákveðið að sækjast eftir fundi með fulltrúum Íslands á Ráðstefnu sveitar- og héraðsstjórna Evrópuráðsins.