Fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 21. mars opinn fjölmiðlum

20.3.2019

Fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fimmtudaginn 21. mars kl. 8:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga.

Fulltrúar frá eftirfarandi aðilum koma á fund nefndarinnar:

  • Kl. 08:30 Andrými og Rauði krossinn á Íslandi.
  • Kl. 08:50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri, Héraðssaksóknari og nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.
  • Kl. 09:30 Dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Útlendingastofnun.