Nefndadagur föstudaginn 18. nóvember

15.11.2022

Föstudagurinn 18. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

Endanlegir fundartímar og dagskrár funda birtast á vef Alþingis en nefndir fá eftirfarandi fundartíma:

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Efnahags-og-vidskiptanefnd_des2021_BThJ

© Bragi Þór Jósefsson