Nefndadagur föstudaginn 4. desember

3.12.2020

Föstudaginn 4. desember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

Við ákvörðun fundartíma á nefndadögum er reynt að gæta samræmis og tekið mið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Fundatafla

  • Kl. 09-12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13-16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Endanlegir fundartímar og dagskrár funda birtast venju samkvæmt á vef Alþingis.