Samantekt um þingmál

Lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur

7. mál á 142. löggjafarþingi.
Guðbjartur Hannesson.

Markmið

Að styrkja stöðu aldraðra og þeirra sem búa við skerta starfsgetu, meðal annars með því að einfalda lög um lífeyrisréttindi almannatrygginga og tengdar greiðslur.

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Bótakerfið er einfaldað með sameiningu bótaflokka, einföldun reglna um áhrif tekna á útreikning bóta og afnámi frítekjumarka.
Lagt er til að bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging ellilífeyrisþega og heimilisuppbót ellilífeyrisþega verði sameinaðir í einn bótaflokk. Einnig að heimilt verði að greiða sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu til ellilífeyrisþega ef sýnt þykir að þeir geti ekki framfleytt sér án hennar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingakafli almannatryggingalaga færist í sérlög og er frumvarp þess efnis lagt fram samhliða þessu frumvarpi.
Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.
Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007.

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpi.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar nr. 66/2004.
Ágúst Þór Sigurðsson o.fl. (2009). Nýskipan almannatrygginga : tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu : skýrsla til félags- og tryggingamálaráðherra. Reykjavík: Verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om folketrygd (folketrygdloven) LOV-1997-02-28-19.
Lov om samordning av pensjons-og trygdeytelser [samordningsloven] LOV-1957-07-06-26.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om social pension LBK nr 390 af 19/04/2013.

Svíþjóð
Socialförsäkringsbalk (2010:110).

Finnland
Lag om statens pensioner 22.12.2006/1295.
Socialvårdslag 17.9.1982/710.



Síðast breytt 19.09.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.