Samantekt um þingmál

Framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál á 144. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að einfalda og skýra tiltekin ákvæði búvörulaga, meðal annars vegna stjórnsýsluverkefna hjá Matvælastofnun. 

Helstu breytingar og nýjungar

Gert er ráð fyrir að stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt verði flutt til Matvælastofnunar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru nr. 99/1993 og auk þess eru gerðar lítilsháttar breytingar á lögum um Matvælastofnun nr. 80/2005 og tollalögum nr. 88/2005.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en Bændasamtökin og aðilar tengdir landbúnaði mótmæla flutningi þessara stjórnsýsluverkefna til Matvælastofnunar og leggja til að verkefnin verði flutt í sjálfstæða stofnun undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands. Ríkisendurskoðun, mars 2011.

Skýrsla um eftirfylgni : Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands. Ríkisendurskoðun, mars 2014.Síðast breytt 08.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.