Samantekt um þingmál

Greiðsludráttur í verslunarviðskiptum

8. mál á 144. löggjafarþingi.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að innleiða tilskipun ESB um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að í verslunarviðskiptum milli fyrirtækja skuli ekki veittur lengri greiðslufrestur en 60 almanaksdagar, nema um annað sé samið. Þegar um verslunarviðskipti milli fyrirtækja og opinberra aðila er að ræða skuli gert ráð fyrir 30 almanaksdögum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Þetta er frumvarp að nýjum lögum en einnig er gerð lítils háttar breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Tvær umsagnir bárust og í annarri þeirra ( Motus) er talið að innleiðing tilskipunarinnar sé ekki fullnægjandi með þeim hætti sem hér er viðhafður.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Innleiða á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins  2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum, sjá: Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn. Fylgiskjal II, bls. 5.


Síðast breytt 29.01.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.