Samantekt um þingmál

Spilahallir

51. mál á 145. löggjafarþingi.
Willum Þór Þórsson.

Markmið

Að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra. Starfsemin fari fram undir opinberu eftirliti. 

Helstu breytingar og nýjungar

Starfsemi spilahalla á Íslandi verður leyfð. Í frumvarpinu eru ákvæði um rekstrarleyfi og leyfisveitingar, spilakassa, spilareglur, spilapeninga og aðgangskröfur, en einstaklingum undir 21 árs er óheimill aðgangur að spilahöllum. Í frumvarpinu eru ákvæði um öryggismál, eftirlit, skráningu viðskiptavina, starfsfólk og skyldu leyfishafa til að sjá til þess að komi upp grunur um spilafíkn hjá viðskiptavini séu honum kynnt meðferðarúrræði.

Breytingar á lögum og tengd mál

Almenn hegningarlög nr.  19/1940 (181., 183. og 184. gr.). 
  • Endurflutt: Spilahallir, 153. mál (WÞÞ) á 144. þingi (24.09.2014)
  • Endurflutt: Spilahallir, 501. mál (WÞÞ) á 143. þingi (31.03.2014)

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpi. 

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf í Danmörku
Lov om spil  LOV nr 848 af 01/07/2010.


Síðast breytt 17.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.