Samantekt um þingmál

Breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála

715. mál á 151. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að auka öryggi barna og ungmenna í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Helstu breytingar og nýjungar

Í dag er eingöngu heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá við ráðningu starfsmanna. Það þýðir að starfsmaður getur síðar brotið af sér en vinnuveitandi fær hugsanlega aldrei upplýsingar um það. Með frumvarpinu er lagt til að vinnuveitendum verði veittar ítarlegri heimildir til að óska eftir sakavottorði starfsmanns oftar en við ráðningu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um leikskóla, nr. 90/2008.
Lög um grunnskóla, nr. 91/2008.
Lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Íþróttalög, nr. 64/1998.
Æskulýðslög, nr. 70/2007.
Lög um lýðskóla, nr. 65/2019.
Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019.
Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985.
Lög um náms- og starfsráðgjafa, nr. 35/2009.
Lög um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs gætu aukist óverulega vegna útgáfu sakavottorða.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.


Síðast breytt 15.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.