21.5.2024

Hlé á þingfundum vegna forsetakosninga

Samkvæmt starfsáætlun þingsins verða engir þingfundir síðustu tvær vikurnar í maí vegna forsetakosninganna 1. júní.

Nefndadagar verða 21.– 23. maí en í vikunni 27.–31. maí er hvorki gert ráð fyrir þingfundum né nefndafundum.

Þingfundir hefjast aftur 3. júní, eldhúsdagsumræður eru fyrirhugaðar 12. júní og þingfrestun er áætluð 14. júní.

Bjalla-og-hamar