27.9.2017

Lokayfirlit yfir þingstörf 146. löggjafarþings

Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní 2017. Þingið var að störfum frá 6. til 22. desember 2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017.

Þingfundir voru samtals 79 og stóðu í rúmar 383 klst. Meðallengd þingfunda var 4 klst. og 51 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 15 klst. og 32 mín. Lengsta umræðan var um fjármálaáætlun 2018–2022 sem stóð samtals í rúmar 42 klst. Þingfundadagar voru alls 61.

Af 131 frumvarpi urðu alls 53 að lögum, 78 voru óútrædd. Af 95 þingsályktunartillögum voru 23 samþykktar, 72 tillögur voru óútræddar.

21 skrifleg skýrsla var lögð fram, þar af ein skv. beiðni en fimm beiðnir um skýrslur komu fram.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 375. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 70 og var 68 svarað en tvær voru kallaðar aftur. 305 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 275 þeirra svarað, 17 voru felldar niður vegna ráðherraskipta.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 627 og tala prentaðra þingskjala 1170.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 130. Sérstakar umræður voru 39. Ein munnleg skýrsla ráðherra var flutt. Á þinginu fóru fram umræður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um kaup í Búnaðarbankanum.

Samtals höfðu verið haldnir 334 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 1. júní en 34 fundir voru haldnir til viðbótar áður en þinginu lauk 11. september 2017, samtals voru því fundir fastanefnda 368 á 146. löggjafarþingi. Alls var 142 málum vísað til nefnda, 74 voru afgreidd úr nefnd.

Sjá yfirlit um tölfræði þingfunda og stöðu mála.Þingfundur í janúar 2017